Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. júlí 2019 08:21
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars að verða aðstoðarmaður Sol Campbell
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hermann Hreiðarsson er í viðræðum við Macclesfield í ensku D-deildinni en 433.is greindi fyrst frá þessu í dag.

Sol Campbell, fyrrum varnarmaður Tottenham og Arsenal, er stjóri Macclesfield en hann og Hermann spiluðu saman hjá Portsmouth á sínum tíma.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hermann að taka við sem aðstoðarstjóri hjá Macclesfield en viðræður eru langt á veg komnar.

Hermann hefur þjálfað karlalið ÍBV og Fylkis sem og kvennalið Fylkis eftir að skórnir fóru á hilluna.

Hermann var síðast aðstoðarmaður David James hjá Kerala Blasters í Indlandi en hann lét af störfum þar í lok síðasta árs.

Macclesfield endaði í 22. sæti af 24 liðum í ensku D-deildinni á síðasta tímabili en Campbell tók við liðinu fyrir áramót og náði að koma því úr fallsæti.

Smelltu hér til að hlusta á viðtal við Hemma í Miðjunni (Febrúar 2019)

Athugasemdir
banner
banner