Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 05. júlí 2022 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Malmö: Okkur líður eins og við höfum tapað þessum leik
Anders Christiansen í leik með Malmö
Anders Christiansen í leik með Malmö
Mynd: EPA
Anders Christiansen, fyrirliði Malmö, var hálf svekktur með að liðið hafi aðeins unnið Víking, 3-2, í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Malmö náði forystunni í gegnum Martin Olsson á 16. mínútu er skot hans fór af Júlíusi Magnússyni og í netið áður en Kristall Máni Ingason jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir sendingu Pablo Punyed.

Kristall var rekinn af velli hálfri mínútu síðar fyrir að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö í fögnuðinum og nýtti Malmö sér liðsmuninn með því að skora en Ola Toivonen gerði það eftir fyrirgjöf Jo Inge Berget.

Veljko Birmancevic gerði þriðja mark Malmö á 84. mínútu áður en Helgi Guðjónsson skoraði mikilvægt mark fyrir Víking seint í uppbótartíma, en það var kjaftshögg fyrir Malmö sem mætir til Íslands í næstu viku í síðari leikinn.

„Akkúrat í augnablikinu líður okkur eins og við höfum tapað þessum leik. Við eigum samt enn möguleika þar sem við erum einu marki yfir í einvíginu," sagði Christiansen við Aftonbladet.

„Við hefðu getað skorað fleiri mörk en það jákvæða er að við sköpuðum færi," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner