Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. júlí 2022 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: FH fór illa með nágranna sína í Haukum
FH lék sér að botnliði Hauka
FH lék sér að botnliði Hauka
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 6 - 0 Haukar
1-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('2 )
2-0 Dagrún Birta Karlsdóttir ('19 , Sjálfsmark)
3-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('33 , Mark úr víti)
4-0 Esther Rós Arnarsdóttir ('64 )
5-0 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('79 )
6-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('84 )

FH er komið aftur í toppsæti Lengjudeildar kvenna eftir 6-0 sigur á nágrönnum þeirra í Haukum á Kaplakrikavelli í kvöld.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir opnaði leikinn með marki á 2. mínútu áður en Dagrún Birta Karlsdóttir varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net á 19. mínútu.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu á 33. mínútu og staðan í hálfleik 3-0, FH í vil.

Esther Rós Arnarsdóttir skoraði fjórða markið á 64. mínútu áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Sigríður Lára Garðsdóttir skoruðu tvö mörk á lokamínútum leiksins.

FH er í toppsætinu með 23 stig eftir níu leiki en Haukar á botninum með þrjú stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner