Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Lens kaupir Brice Samba frá Forest (Staðfest)
Brice Samba er mættur til Lens
Brice Samba er mættur til Lens
Mynd: Lens
Kongómaðurinn, Brice Samba, skrifaði í dag undir fimm ára samning við franska félagið Lens en hann kemur frá Nottingham Forest.

Samba, sem er 28 ára gamall, hefur varið mark Forest síðustu þrjú tímabil en hann átti stóran þátt í að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð.

Hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni gegn Sheffield United í undanúrslitum umspilsins og hélt þá hreinu í úrslitaleiknum gegn Hudderfield Town, eða fram að 89. mínútu, er honum var skipt af velli vegna meiðsla.

Samba hafði þó lítinn áhuga á að vera áfram hjá Forest og hafnaði nýjum samningi. Hugur hans leitaði til Frakklands en hann hefur nú fengið sitt í gegn.

Lens hefur staðfest kaupin á Samba og skrifaði hann undir fimm ára samning. Félagið greiðir Forest rúmar 4 milljónir punda.

Lens hafnaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner