Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Dómaraskandall í Malmö
Kristall Máni Ingason skoraði og var svo rekinn af velli fyrir að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö
Kristall Máni Ingason skoraði og var svo rekinn af velli fyrir að 'sussa' á stuðningsmenn Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dumitru Muntean, dómari leiksins, var í aðalhlutverki í kvöld
Dumitru Muntean, dómari leiksins, var í aðalhlutverki í kvöld
Mynd: Getty Images
Ola Toivonen gerði annað mark Malmö
Ola Toivonen gerði annað mark Malmö
Mynd: EPA
Leikmenn Malmö gerðu ekki annað en að sparka Kristal niður í leiknum
Leikmenn Malmö gerðu ekki annað en að sparka Kristal niður í leiknum
Mynd: EPA
Helgi Guðjónsson skoraði dýrmætt mark undir lok leiksins
Helgi Guðjónsson skoraði dýrmætt mark undir lok leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malmö 3 - 2 Víkingur R.
1-0 Martin Olsson ('16 )
1-1 Kristall Máni Ingason ('38 )
2-1 Oli Toivonen ('42 )
3-1 Veljko Birmancevic ('84 )
3-2 Helgi Guðjónsson ('93 )
Rautt spjald: Kristall Máni Ingason, Víkingur R. ('39) Lestu um leikinn

Sænska liðið Malmö lagði Víking að velli, 3-2, í fyrri leik liðanna í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn var spilaður á Eleda Stadion í Malmö. Dumitru Muntean, dómari leiksins, var í sviðsljósinu og bauð upp á vafasama dómgæslu svo vægt sé til orða tekið.

Uppleggið hjá lærisveinum Milosar Milojevic var að koma í veg fyrir að Kristall Máni Ingason fengi tíma til að athafna sig. Hann var sparkaður niður trekk í trekk og var erfitt að halda tölu á því hversu oft hann var tekinn niður í jörðina.

Heimamenn áttu færin í byrjun leiks en svo kom Víkingur boltanum í netið á 15. mínútu. Oliver Ekroth stangaði þá boltann í netið eftir aukaspyrnu Pablo Punyed en sænski varnarmaðurinn var dæmdur rangstæður.

Mínútu síðar kom Martin Olsson liði Malmö yfir með fyrsta marki sínu fyrir félagið. Hann átti skot sem fór af Júlíusi Magnússyni og framhjá Þórði Ingasyni og í netið.

Á 24. mínútu féll Halldór Smári Sigurðsson í teig Malmö eftir hornspyrnu en varnarmaður Malmö sparkaði þá í höfuð hans, en ekkert var dæmt. VAR er ekki með á þessu stigi keppninnar og var því atvikið ekki skoðað nánar.

Muntean, sem dæmdi leikinn, kemur frá Moldavíu, en hann var afar spjaldaglaður í þessum leik og á köflum virtist hann bara alls ekki kunna reglurnar og það sýndi sig í því þegar Kristall Máni Ingason jafnaði metin.

Kristall fékk boltann í teignum eftir góða sendingu frá Pablo og náði hann að pota boltanum framhjá Johan Dahlin í markinu.

Víkingurinn fagnaði með því að fara fyrir framan stuðningsmenn Malmö og 'sussa', en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Stórundarlegur dómur og Víkingar manni færri.



Nokkrum mínútum síðar náði Ola Toivonen forystunni fyrir Malmö með skalla eftir sendingu frá Jo Inge Berget. Staðan í hálfleik 2-1, en eina sem Íslendingar ræddu um á samfélagsmiðlum var dómgæslan og skiljanlega.

Víkingur fór í 5-3-1 leikkerfið í síðari hálfleiknum. Malmö sótti og sótti. Sergio Pena átti skot í stöng þegar tuttugu mínútur voru eftir áður en Veljko Birmancevic gerði þriðja markið.

Halldór Smári átti slaka sendingu sem rataði á Hugo Larsson. Hann fann svo Birmancevic, sem skoraði. Malmö var líklegt til að bæta við undir lokin áður en Víkingar komust í sókn og skoruðu gríðarlega mikilvægt mark.

Helgi Guðjónsson gerði það eftir að hann nýtti sér hræðileg mistök Jonas Knudsen í vörninni og kom boltanum framhjá Dahlin í markinu. Stórt mark.

Lokatölur í Malmö, 3-2. Síðari leikurinn fer fram á Víkingsvelli eftir nákvæmlega viku en það skal hafa í huga að útivallarmarkareglan gildir ekki lengur og er það því nóg fyrir Víking að vinna með einu til að knýja fram framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner