Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 10:34
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Carvalho er tilbúinn
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp var á fréttamannafundi en Liverpool heimsækir Fulham í hádegisleiknum á morgun.

Sjá einnig:
England um helgina - Ballið byrjar í kvöld

Klopp var fyrst spurður út í Fabio Carvalho sem verður tvítugur síðar í þessum mánuði. Leikmaðurinn ungi yfirgaf Fulham í sumar og hélt á Anfield.

„Fabio Carvalho er með rosalega hæfileika, frábær strákur sem ég er mjög ánægður með að hafa hjá mér. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur því við stólum á hans aldurshóp núna, við bíðum ekki eftir að þeir verða 22-23 ára með að nota þá. Hann er tilbúinn, rétt eins og Harvey (Elliott) er tilbúinn. Hann verður mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagði Klopp.

Góður karakter og greindur einstaklingur
Á fundinum var Klopp einnig spurður út í nýjan samning Diogo Jota en sá portúgalski krotaði undir hann á dögunum.

„Hann er meiddur en ég get ekki beðið eftir því að fá hann aftur í hópinn. Hann er toppleikmaður, er trúr og tryggur liðinu. Hann er með svigrúm til að verða enn betri. Hann er mjög greindur einstaklingur og leikmaður," sagði Klopp um Jota.

„Hann hefur gert mikið fyrir okkur nú þegar, bætt sig mikið. Það er gott að hafa hann því hann er góður karakter og veit hvað þarf að gera til að ná árangri."
Athugasemdir
banner
banner
banner