Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fös 05. ágúst 2022 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas Þór spáir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Tómas spjallar við Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann Burnley.
Tómas spjallar við Jóhann Berg Guðmundsson, leikmann Burnley.
Mynd: Getty Images
Tómas spáir Arsenal sigri í opnunarleiknum.
Tómas spáir Arsenal sigri í opnunarleiknum.
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez var keyptur til Liverpool í sumar.
Darwin Nunez var keyptur til Liverpool í sumar.
Mynd: EPA
Hvað gerir Man Utd í fyrsta leik?
Hvað gerir Man Utd í fyrsta leik?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld eftir frekar stutt sumarfrí. Veislan er að byrja.

Tómas Þór Þórðarson, sem er yfir enska boltanum hjá Síminn Sport, spáir í fyrstu umferðina sem fer fram um helgina.

Crystal Palace 0 - 2 Arsenal (19:00 í kvöld)
Það er alltof mikil stemning í gangi hjá Arsenal núna þannig að þeir geri eins og í fyrra og tapi á brellnum útivelli eins og á sama tíma í fyrra. Þetta verður tiltölulega þægilegt föstudagskvöld fyrir nýju Prime-stjörnurnar.

Fulham 0 - 3 Liverpool (11:30 á morgun)
Gæðamunurinn er alltof mikill, Liverpool-liðið margfalt betra. Markakeppni Salah og Nunez hefst með stæl.

Bournemouth 1 - 2 Aston Villa (14:00 á morgun)
Bournemouth virkar einhvern veginn ekki líklegt til afreka á meðan Villa heldur áfram að smíða áhugavert og skemmtilegt lið.

Leeds 2 - 3 Wolves (14:00 á morgun)
Eins mikið og ég elska Leeds þá á ég eftir að sjá þá taka almennilega til í varnarleiknum. Ég veit að Úlfarnir eru ekki þekktir fyrir sín þrumuskot en það er alltaf eitthvað í gangi á Ellan Road. Reyndar erfitt að sjá Sá fá á sig tvö mörk í fyrsta leik en höldum þessu svona.

Newcastle 1 - 0 Nottingham Forest (14:00 á morgun)
Maður hélt að Newcastle myndi gera stærri hluti í sumar en þeir byggja samt á traustum grunni Eddie Howe sem hann lagði á seinni hluta síðasta árs. Þeir verjast fantavel og heila nýja liðið sem Forest er búið að kaupa þarf tíma til að smyrja sig saman.

Tottenham 3 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Smá munur á sumarglugganum hjá þessum tveimur liðum. Southampton mun alltaf bjóða upp á góðan fótbolta og JWP skorar eflaust úr enn einni aukaspyrnunni en það er því miður ekki búið að styrkja sveit Dýrlinganna nógu mikið á sama tíma og Conte fékk bara allt sem hann vildi. Kane-Son-Richarlison er alvöru dæmi!

Everton 0 - 2 Chelsea (16:30 á morgun)
Þó Chelsea-menn gætu verið spenntari fyrir sínu liði sér maður ekki Everton-stuðningsmenn hoppa og skoppa af gleði eftir sumarið þó þetta sé alltaf að skána. DCL mögulega meiddur og Richie farinn. Hvar eiga mörkin að koma og hvað þá gegn öðru eins virki sem Chelsea-vörnin og Mendy vanalega eru?

Leicester 1 - 1 Brentford (13:00 á sunnudag)
Ég bara veit ekki af hvoru liðinu ég hef meiri áhyggjur. Gamanið er svo sannarlega að súrna hjá Leicester og nú síðast Kasper farinn. Ég meina, ha! Brentford var í brasi áður en Eriksen kom og nú er hann farinn plús annars tímabils heilkenni og allt það. Bæði lið með menn sem geta skorað samt allavega eitt stykki.

Man Utd 2 - 1 Brighton (13:00 á morgun)
Þó Manchester United gæti klárlega verið komið lengra eftir sumarið er oftast stemning á Old Trafford í fyrsta leik. Verður kannski ekki mikið af nýjum mönnum í byrjunarliðinu en þó skárra en hjá Brighton sem er búið að missa tvo af sínum bestu mönnum og fá lítið í staðinn. Bruno harkar þetta líklega í gegn.

West Ham 0 - 2 Man City (15:30 á sunnudag)
Erling Braut Haaland mætir til leiks með stæl og skorar bæði gegn West Ham-liðið sem ég held reyndar að verði áfram alveg virkilega öflugt. City-liðið er bara öflugra eins og allir vita og Norðmaðurinn er væntanlega brjálaður eftir að hafa ekki skorað um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner