Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 05. ágúst 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan tryggði sigur í vítaspyrnukeppni - Nökkvi tapaði

Orlando City er komið áfram í Leagues Cup eftir sigur á Atletico San Luis eftir vítaspyrnukeppni.


Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn fyrir Orlando en hann tryggði liðinu sigur.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Bæði lið skoruðu úr þremur fyrstu vítunum en San Luis klikkaði á fjórðu spyrnu sinni. Það var í höndum Dags að skora úr fimmtu spyrnu Orlando sem hann gerði og tryggði liðinu sigur.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum þegar St. Louis City tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Juarez. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Juarez vann 4-1 í vítaspyrnukeppninni en Nökkvi var sá eini sem skoraði fyrir St Louis.


Athugasemdir
banner
banner