Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 15:11
Magnús Már Einarsson
„Ætla að hljóma eins og asni og segja að við tökum fyrsta eða annað sæti"
Leikmenn Tottenham fagna marki.
Leikmenn Tottenham fagna marki.
Mynd: Getty Images
„Þetta var rosalegt. Það var ekki hægt að ímynda sér þetta," sagði Hjálmar Jóhannsson, Hjammi, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag en hans menn í Tottenham unnu Manchester United 6-1 á útivelli í gær.

„Mér finnst Mourinho vera búinn að ná tökum á liðinu. Þegar hann er kominn með tök á liðinu og Bale kemur á kantinn þá verður þetta svakalegt," sagði Hjammi.

Tottenham hefur meðal annars fengið Gareth Bale og Sergio Reguilon til liðs við sig að undanförnu. „Í sumar var ég mjög skeptískur. Það átti ekki að eyða peningum en annað hefur komið á daginn," sagði Ingimar Helgi Finnsson.

„Ég ætla að hljóma eins og asni núna og segja að við náum í fyrsta eða annað sætið. Skrúðganga á Laugarvegi á opnum Volvo, Ingimar verður fremstur á toppnum," sagði Hjammi.

Hér að neðan má hlusta á enska boltann.
Enski boltinn - Galin úrslit degi fyrir gluggadag
Athugasemdir
banner
banner