Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 05. október 2020 11:39
Magnús Már Einarsson
Grealish var tæpur fyrir burstið gegn Liverpool
Jack Grealish skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú í ótrúlegum 7-2 sigri Aston Villa á Liverpool í gær.

Fyrir leik var hins vegar tvísýnt hvort Grealish gæti spilað vegna meiðsla aftan í læri. Grealish var alls ekki viss um að hann gæti spilað degi fyrir leik.

Í grein The Athletic kemur einnig fram að leikmenn Aston Villa þekki lið Liverpool afar vel eftir að Dean Smith stjóri liðsins setti leikmönnum fyrir verkefni þegar hlé var í ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor vegna kóronuveirunnar.

Leikmenn Villa áttu þá að skoða hvernig leikmenn Liverpool verjast og pressa saman og koma með sínar hugmyndir til Smith.

Í gær ákvað lið Aston Villa að pressa hátt og það skilaði meðal annars fyrsta markinu í leiknum.
Athugasemdir
banner