Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 05. október 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
Sarr að færast nær Manchester United
Fjölmiðlar greina frá því að viðræður Manchester United við Watford um kaup á Ismaila Sarr séu komnar á alvarlegt stig.

Ole Gunnar Solskjær og hans menn eru að leita að liðsstyrk og síðustu vikur hefur Sarr verið orðaður við United.

Sarr er 22 ára senegalskur landsliðsmaður sem kom til Watford frá Rennes á síðasta ári.

Þessi snöggi vængmaður var mikið í umræðunni fyrr á þessu ári eftir að hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-0 sigri Watford gegn Liverpool.

United hefur verið í basli í upphafi tímabils og verið að leit að styrkingu sóknarlega.


Athugasemdir
banner