Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 05. október 2021 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr: Var búinn að gefa Óla Jó loforð
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom til þannig að, eins og Heimir sagði í viðtali í gær, að ákveðið var að endursemja ekki við mig eftir skrítnar vikur. Þá bauðst mér það tækifæri að fara í FH og ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu og get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson.

Kiddi var að renna út á samningi hjá Val og valdi að ganga í raðir FH á dögunum. Kiddi hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar síðustu ár.

Sáttur með þá niðurstöðu að Valur vildi ekki endursemja
Kom þér á óvart að Valur hafi ekki viljað endursemja við þig?

„Já og nei. Það eru einhverjar breytingar að fara gerast þarna og það er gott og gilt. Ég er 29 ára, var í tíu ár hjá Val og ég var sjálfur farinn að hugsa hvort það væri ekki kominn tími til að breyta aðeins til og takast á við nýjar áskoranir. Ef Valur hefði viljað halda mér hefði ég sennilega átt mjög erfitt með svefn yfir ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða annars staðar."

„Ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu að endursemja ekki. Ákvörðunin var auðveld í framhaldinu. Ég hef verið þarna í tíu ár, hef lagt allt mitt í það verkefni og hef ekkert nema gott um klúbbinn að segja. Mér þykir vænt um fólkið í Val en nú eru nýir tímar hjá mér."


Það hefur verið fjallað um að þú ræddir við KR og Breiðablik. Af hverju varð FH fyrir valinu?

„Ég fundaði með Rúnari og Óskari en þær viðræður fóru svo sem aldrei þannig langt. Ég var búinn að lofa Óla því, hvar sem hann myndi enda, að gefa honum séns á að tala við mig. Þegar það var tilkynnt að hann yrði áfram með FH þá hafði FH strax samband við mig og þá voru hlutirnir mjög fljótir að gerast."

Mjög heillandi að vinna með Óla Jó
Hvað er það við Óla Jó sem er svona heillandi?

„Hvað er það sem er ekki heillandi við manninn? Hann er frábær þjálfari og fyrst og fremst frábær manneskja, kemur fram við leikmenn sína af virðingu. Þó að kallinn sé orðinn gamall þá er hann alltaf jafn metnaðarfullur, alltaf brosandi og lætur aðra brosa í kringum sig. Það er mjög heillandi að vinna með þannig manni," sagði Kiddi.

Nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner