Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 05. október 2021 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr: Var búinn að gefa Óla Jó loforð
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom til þannig að, eins og Heimir sagði í viðtali í gær, að ákveðið var að endursemja ekki við mig eftir skrítnar vikur. Þá bauðst mér það tækifæri að fara í FH og ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu og get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson.

Kiddi var að renna út á samningi hjá Val og valdi að ganga í raðir FH á dögunum. Kiddi hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar síðustu ár.

Sáttur með þá niðurstöðu að Valur vildi ekki endursemja
Kom þér á óvart að Valur hafi ekki viljað endursemja við þig?

„Já og nei. Það eru einhverjar breytingar að fara gerast þarna og það er gott og gilt. Ég er 29 ára, var í tíu ár hjá Val og ég var sjálfur farinn að hugsa hvort það væri ekki kominn tími til að breyta aðeins til og takast á við nýjar áskoranir. Ef Valur hefði viljað halda mér hefði ég sennilega átt mjög erfitt með svefn yfir ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða annars staðar."

„Ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu að endursemja ekki. Ákvörðunin var auðveld í framhaldinu. Ég hef verið þarna í tíu ár, hef lagt allt mitt í það verkefni og hef ekkert nema gott um klúbbinn að segja. Mér þykir vænt um fólkið í Val en nú eru nýir tímar hjá mér."


Það hefur verið fjallað um að þú ræddir við KR og Breiðablik. Af hverju varð FH fyrir valinu?

„Ég fundaði með Rúnari og Óskari en þær viðræður fóru svo sem aldrei þannig langt. Ég var búinn að lofa Óla því, hvar sem hann myndi enda, að gefa honum séns á að tala við mig. Þegar það var tilkynnt að hann yrði áfram með FH þá hafði FH strax samband við mig og þá voru hlutirnir mjög fljótir að gerast."

Mjög heillandi að vinna með Óla Jó
Hvað er það við Óla Jó sem er svona heillandi?

„Hvað er það sem er ekki heillandi við manninn? Hann er frábær þjálfari og fyrst og fremst frábær manneskja, kemur fram við leikmenn sína af virðingu. Þó að kallinn sé orðinn gamall þá er hann alltaf jafn metnaðarfullur, alltaf brosandi og lætur aðra brosa í kringum sig. Það er mjög heillandi að vinna með þannig manni," sagði Kiddi.

Nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner