Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 05. október 2021 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn Freyr: Var búinn að gefa Óla Jó loforð
Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom til þannig að, eins og Heimir sagði í viðtali í gær, að ákveðið var að endursemja ekki við mig eftir skrítnar vikur. Þá bauðst mér það tækifæri að fara í FH og ég er mjög ánægður með þá niðurstöðu og get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson.

Kiddi var að renna út á samningi hjá Val og valdi að ganga í raðir FH á dögunum. Kiddi hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar síðustu ár.

Sáttur með þá niðurstöðu að Valur vildi ekki endursemja
Kom þér á óvart að Valur hafi ekki viljað endursemja við þig?

„Já og nei. Það eru einhverjar breytingar að fara gerast þarna og það er gott og gilt. Ég er 29 ára, var í tíu ár hjá Val og ég var sjálfur farinn að hugsa hvort það væri ekki kominn tími til að breyta aðeins til og takast á við nýjar áskoranir. Ef Valur hefði viljað halda mér hefði ég sennilega átt mjög erfitt með svefn yfir ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða annars staðar."

„Ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu að endursemja ekki. Ákvörðunin var auðveld í framhaldinu. Ég hef verið þarna í tíu ár, hef lagt allt mitt í það verkefni og hef ekkert nema gott um klúbbinn að segja. Mér þykir vænt um fólkið í Val en nú eru nýir tímar hjá mér."


Það hefur verið fjallað um að þú ræddir við KR og Breiðablik. Af hverju varð FH fyrir valinu?

„Ég fundaði með Rúnari og Óskari en þær viðræður fóru svo sem aldrei þannig langt. Ég var búinn að lofa Óla því, hvar sem hann myndi enda, að gefa honum séns á að tala við mig. Þegar það var tilkynnt að hann yrði áfram með FH þá hafði FH strax samband við mig og þá voru hlutirnir mjög fljótir að gerast."

Mjög heillandi að vinna með Óla Jó
Hvað er það við Óla Jó sem er svona heillandi?

„Hvað er það sem er ekki heillandi við manninn? Hann er frábær þjálfari og fyrst og fremst frábær manneskja, kemur fram við leikmenn sína af virðingu. Þó að kallinn sé orðinn gamall þá er hann alltaf jafn metnaðarfullur, alltaf brosandi og lætur aðra brosa í kringum sig. Það er mjög heillandi að vinna með þannig manni," sagði Kiddi.

Nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner