Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. október 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Sevilla sparkar Lopetegui eftir leikinn í kvöld - Sampaoli tekur við
Jorge Sampaoli
Jorge Sampaoli
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla á Spáni, mun stýra liðinu í síðasta sinn í kvöld er liðið fær Borussia Dortmund í heimsókn í Meistaradeild Evrópu, en Jorge Sampaoli er að taka við liðinu samkvæmt miðlum í Argentínu.

Sevilla er í 17. sæti La Liga eftir sjö leiki og aðeins unnið einn leik á tímabilinu.

Liðið hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni þar sem liðið gerði jafntefli við Íslendingalið FCK frá Danmörku.

Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Lopetegui missi starfið á næstu dögum. Hans síðasti leikur verður í kvöld gegn Dortmund en það verður 170. leikur hans sem þjálfari Sevilla.

Argentínskir miðlar fullyrða það að Jorge Sampaoli sé að taka við Sevilla en það verður í annað sinn sem hann tekur við liðinu. Hann stýrði því tímabilið 2016-2017.

Hann mun gera tveggja ára samning við félagið og ætti það að vera klárt fyrir helgi. Sampaoli hefur þjálfað landslið Argentínu og Síle ásamt því að hafa stýrt Marseille, Santos og Atletico Mineiro.
Athugasemdir
banner
banner
banner