Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 05. október 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar Hrafn: Endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur eftir naumt tap gegn Zorya Luhansk frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zorya Luhansk

Blikar töpuðu 0-1 á Laugardalsvelli en fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn og næla sér í sitt fyrsta stig í Evrópukeppni.

„Þegar þú ert kominn á þetta stig þá verðuru bara að nýta það sem þú færð. Við vorum að koma okkur í frábærar stöður en svo vantaði einhvern veginn herslumuninn og það er bara eitthvað sem við þurfum að laga. Það er endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjung," sagði Óskar eftir tapið.

„Við vorum opnir á köflum en þetta er það sem við erum. Við sækjum sjálfsmynd okkar í að sækja og vera djarfir og hugrakkir. Þú getur ekki bæði verið djarfur og hugrakkur og verið svo með belti og axlarbönd og reipi utan um þig í leiðinni. Þetta erum við. Einhverjir vilja að við séum varkárari og betur skipulagðir þegar við töpum boltanum en við erum svona, við reynum að pressa hátt. Auðvitað er ýmislegt sem við þurfum að bæta."

Breiðablik er án stiga eftir tvær umferðir, en liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner