Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. desember 2019 20:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma og Milan sniðganga Corriere dello Sport út árið
Smalling og Lukaku með Manchester United árið 2017.
Smalling og Lukaku með Manchester United árið 2017.
Mynd: Getty Images
Roma og AC Milan ætla að sniðganga ítalska íþróttablaðið Corriere dello Sport vegna forsíðu þess. Roma og Milan hafa bannað blaðamenn Corriere dello Sport frá æfingasvæðum sínum út árið.

Annað kvöld mætast Inter og Roma í stórleik í ítölsku Seríu A og blaðið birti forsíðu þar sem ein af fyrirsögnununum var 'Svartur Föstudagur'.

Myndir af Chris Smalling og Romelu Lukaku fylgdu með þeirri frétt.

Ásamt banni á æfingasvæðum félaganna munu leikmenn Roma og Milan ekki ræða við blaðið það sem eftir lifir þessa árs.

Sjá einnig:
Smalling: Forsíðan særandi - Ritstjórar verða að taka ábyrgð
Lukaku: Heimskasta fyrirsögn sem ég hef séð
Athugasemdir
banner
banner
banner