Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er á meðal mest skapandi leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar ef horft er í mínútur spilaðar.
Það er nafni hans, Jóhann Már Helgason, sem vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlinum X í dag.
Þegar tölfræðin. er skoðuð á vefsíðunni FbRef þá sést hvað Jóhann Berg er að gera vel í því að skapa tilraunir fyrir Burnley.
Jói Berg hefur verið inn og út úr liðinu hjá Burnley á þessu tímabili en hann er í níunda sæti yfir leikmenn sem eru að skapa flestar marktilraunir fyrir sín lið á hverjum 90 mínútum spiluðum.
Landsliðsmaðurinn er að skapa 4,67 skottilraunir á hverjum 90 mínútum spiluðum.
Hann kemst þarna á lista með ansi frábærum leikmönnum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Gaman að sjá að Jói Berg er í 9. sæti yfir mest skapandi leikmennina í Prem miðað við spilaðar mínútur. Ekki ónýtur félagsskapur á þessum lista. pic.twitter.com/u4UOEW5uQL
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) December 5, 2023
Athugasemdir