Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta skóflustungan tekin í Vesturbænum
Gervigras verður lagt á Meistaravelli.
Gervigras verður lagt á Meistaravelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag klukkan 15:00 verður tekin fyrsta skóflustunga að gervigrasi á Meistaravöllum og þar með fyrsti áfangi í endurbótum á KR svæðinu orðinn að veruleika.

„Næstu mánuðir fara í framkvæmdir á aðalvelli okkar KR-inga, Meistaravöllum. Það er því staðreynd að næsta sumar munu liðin okkar spila sína heimaleiki á gervigrasi," segir í tilkynningu KR.

„Þetta er aðeins fyrsti áfangi af nokkrum áföngum á endurbótum hjá KR og því spennandi mánuðir framundan."

Þetta eru stórar breytingar fyrir Vesturbæjarstórveldið.

Það er þá þannig að tíu af tólf liðum Bestu deildar karla verða á gervigrasi næsta sumar. ÍBV er einnig með plön um að leggja gervigras á sinn völl og þá verða aðeins FH og ÍA með náttúrulegt gras á sínum velli.

Síðastliðið sumar voru níu af tólf liðum með gervigras í Bestu deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner