Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. janúar 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal vill losna við Mustafi, Özil og Sokratis sem fyrst
Mynd: Getty Images
Arsenal vinnur hörðum höndum þessa dagana að minnka við leikmannahópinn sinn þar sem mikið magn leikmanna er ekki að fá spiltíma með aðalliðinu.

Félagið er búið að lána Sead Kolasinac og William Saliba út og eru fleiri á leiðinni burt. Miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulous er einn þeirra en samningur hans rennur út næsta sumar og vill Arsenal losna við hann af launaskrá.

Genoa og Fenerbache hafa mikinn áhuga á þessum 32 ára gamla gríska landsliðsmanni.

Arsenal er þá einnig að reyna að losa sig við Þjóðverjana Mesut Özil og Shkodran sem renna einnig út á samningi næsta sumar.

Özil hefur verið á ofurlaunum hjá félaginu undanfarin ár við mikla gremju stuðningsmanna og stóðst Mustafi engan veginn væntingar eftir að Arsenal borgaði um 35 milljónir punda fyrir hann sumarið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner