Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. febrúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reyna yngsti markaskorari í sögu DFB Pokal - Glæsilegt mark
Mynd: Getty Images
Á þriðjudagskvöld þurfti Dortmund að lúta í lægra haldi fyrir Werder í Bremen þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar.

Werder komst í 2-0 en Erling Braut Haaland minnkaði þá muninn. Werder bætti aftur í forystuna en á 78. mínítu minnkaði hinn 17 ára Giovanni Reyna muninn fyrir gestina. Lengra komust þeir ekki og Werder áfram í bikarnum.

Markið var hins vegar bæði gullfallegt og sögulegt. Reyna varð þarna yngsti markaskorari í sögu bikarkeppninnar. Reyna var einungis 17 ára og 82 daga gamall þegar hann skoraði markið.

Þetta var fyrsta mark Reyna fyrir Dortmund en hann hafði komið við sögu í þremur leikjum, fyrstu leikina lék hann í janúar. Giovanni er sonur Claudio Reyna sem lék á sínum tíma með Manchester City og yfir 100 landsleiki fyrir bandaríska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner