Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mán 06. febrúar 2023 11:08
Hafliði Breiðfjörð
Camila Pescatore til ÍBV (Staðfest)
ÍBV hefur fengið liðsstyrk.
ÍBV hefur fengið liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV tilkynnti í morgun að Camila Pescatore hafi skrifað undir samning vði félagið út komandi tímabil.


 Camila er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum en hefur þó aðallega leikið í vinstri bakverði síðustu ár.

Camila er 22 ára gömul, hún fæddist í Venesúela en hefur rætur að rekja til Ítalíu, hún er reglulega hluti af landsliði Venesúela og heldur til Vestmannaeyja eftir næsta verkefni landsliðsins um miðjan febrúar.

Hún hefur leikið með háskólaliði William Carey síðustu ár en þar var hún með mikilvægustu leikmönnum liðsins, þar sem hún skoraði 7 mörk og átti 7 stoðsendingar í 20 leikjum á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner