fös 06. mars 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rooney: Sergio hefði mátt hleypa þessum bolta í netið
Wayne Rooney í leiknum gegn Man Utd
Wayne Rooney í leiknum gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður Derby County, var ánægður með ungu leikmennina þrátt fyrir 3-0 tap gegn Manchester United í gærkvöldi.

Wayne Rooney fékk tvær upplagðar aukaspyrnur í leiknum en síðari aukaspyrnan kom undir lok leiks. Sergio Romero varði meistaralega frá honum en Rooney segir að hann hefði mátt hleypa boltanum í netið.

„Sergio var ekki í skapi til að gefa eitthvað. Hann hefði nú getað leyft þessum bolta að fara inn. Það hefði verið fallegt en það bara gerðist ekki," sagði Rooney við BT Sport.

„Manchester United er augljóslega gott lið og við vildum reyna að ná í sigurinn. Þetta var ótrúleg reynsla fyrir ungu strákana og þeir ollu ekki vonbrigðum. Þeir átti góða kafla í dag og þó svo við höfum tapað þá mun þetta gera þeim gott."

„Við urðum að nýta okkar sénsa og við fengum tækifæri en nýttum þau ekki. Við gáfum allt í þetta og því miður náðum við ekki að vinna,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner