Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. apríl 2021 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Molineux.news 
Ísak orðaður við Wolves fyrir 6,5 milljónir evra
Norrköping segir viðræður ekki í gangi
Ísak ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, eftir leik gegn Liechtenstein á dögunum.
Ísak ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, eftir leik gegn Liechtenstein á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski fjölmiðillinn Expressen segir frá því að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hafi áhuga á því að fá Ísak Bergmann Jóhannesson frá Norrköping í Svíþjóð.

Áður hefur talað um áhuga Wolves á Ísaki en Expressen segir frá því að Wolves hafi byrjað viðræður við Norrköping um kaup á Íslendingnum unga. Talað er um 6,5 milljón evra verðmiða á 18 ára gamla Skagamanninum.

Patrik Jönsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Norrköping, sagði hins vegar frá því í samtali við NT að engar viðræður væru í gangi við enska úrvalsdeildarfélagið.

„Það eru engar viðræður í gangi (við Wolves)," sagði Jönsson. „Auðvitað viljum við halda okkar bestu leikmönnum en við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill áhugi á sumum þeirra. Þá verðum við að íhuga að sleppa takinu af þeim fyrir rétta verðið og ef leikmaðurinn sjálfur hefur áhuga á því að fara."

Ísak hefur spilað tvo A-landsleiki og spilaði hann stórt hlutverk fyrir Norrköping á síðustu leiktíð.

Hann hefur einnig verið orðaður við stór félög á borð við Manchester United, Liverpool, Juventus og Real Madrid.

Sænska úrvalsdeildin byrjar á nýjan leik á laugardag og á Norrköping heimaleik við Sirius á sunudag.


Athugasemdir
banner
banner