Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. apríl 2021 09:09
Magnús Már Einarsson
Kemst Lingard aftur að hjá Man Utd á næsta tímabili?
Lingard fagnar marki gegn Wolves í gærkvöldi.
Lingard fagnar marki gegn Wolves í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur Sky, telur að Jesse Lingard geti endurvakið feril sinn hjá Manchester United á næsta tímabili eftir að hafa farið á kostum á láni hjá West Ham undanfarnar vikur.

Hinn 28 ára gamli Lingard fór til Hamranna í janúar eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá United. Hann hefur nú skorað sex mörk í átta leikjum með West Ham og átt þátt í fjórum til viðbótar.

„Hann er mjög góður leikmaður og hann á eftir að eiga frábæran feril. Manchester United lánaði hann til West Ham til að koma lífi í feril hans, kannski til að hækka verðmiða hans en núna gætu þeir hugsað, 'við gætum tekið hann til baka. Hann gæti hjálpað okkur," sagði Neville.

„Ef Jesse vill spila þá þarf hann að fara því hann fær ekki að spila í hverri viku í liði Manchester United sem er að keppa um fyrsta eða annað sætið í deildinni."

„En ef hann er tilbúinn að fara til baka og vera eins og Dan James hefur verið síðustu vikur, inn og út úr liðinu, þá er ekki vafi á að hann getur spilað með Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner