Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. maí 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heskey ráðleggur Maddison að vera hjá Leicester í nokkur ár
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum leikmaður Leicester, segir að James Maddison þurfi ekki að fara frá Leicester í bráð.

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, og Maddison, miðjumaður Leicester, hafa verið sterklega orðaðir við Manchester United.

Maddison er 23 ára gamall, en hann gekk í raðir Leicester árið 2018 frá Norwich. Á þessu tímabili hefur hann staðið sig mjög vel og hjálpað Leicester að vera í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Hann er ungur drengur með mörg ár framundan og á hann margt eftir ólært," sagði Heskey við 888sport. „Hann er með frábæran kennara í Brendan Rodgers, en mun á einhverjum tímapunkti hugsa um næsta skref. Akkúrat núna þá sé ég hins vegar ekki af hverju hann ætti ekki að vera áfram hjá Leicester í tvö eða þrjú ár."

Grealish er 24 ára gamall. Um hann sagði Heskey: „Hann þarf ekki að fara en ég held að hann vilji það."

Sjá einnig:
„Grealish myndi standa sig vel hjá Manchester United"
Athugasemdir
banner
banner
banner