fim 06. maí 2021 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Kom öllum mjög á óvart - „Við leikmenn ætlum að þjappa okkur saman"
Gengið inn á Samsung völlinn
Gengið inn á Samsung völlinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll og Toddi
Rúnar Páll og Toddi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru heldur betur tíðindi í gær þegar Rúnar Páll Sigmundsson sagði af sér sem þjálfari Stjörnunnar. Rúnar hafði verið þjálfari meistaraflokks í tæp átta ár og náði í bæði Íslansmeistarartitil og bikarmeistarartitil í Garðabæinn.

Þorvaldur Örlygsson, sem hafði verið í teymi með Rúnari frá því í vetur, tekur við liðinu.

Fréttaritari hafði samband við Tristan Frey Ingólfsson, leikmann Stjörnunnar, á þriðjudag og ætlaði að spyrja út í leikinn gegn Leikni í fyrstu umferð og komandi leik gegn Keflavík. Tristan lék síðasta laugardag sinn fyrsta leik í efstu deild og á sunnudag eru andstæðingarnir hans fyrrum liðsfélagar því hann var á láni í Sunny Kef seinni hluta síðasta sumar.

Fréttaritari prófaði að spyrja Tristan út í tíðindi gærdagsins og fékk eftirfarandi svör.

Kom þessi uppsögn ykkur leikmönnum á óvart?

„Þetta kom okkur öllum mjög á óvart og það er mikil eftirsjá af frábærum þjálfara," sagði Tristan.

Tristan sagði Rúnar Pál vera einn af bestu þjálfurum sem hann hefur haft þegar hann svaraði þeirri spurningu í hinni hliðinni í vikunni.

„Ég óska honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig."

Hvernig líst þér á að hafa Todda einan sem aðalþjálfara?

„Ég er ekki í neinum vafa um að Toddi muni standa sig frábærlega í þessu starfi enda hokinn af reynslu og við leikmenn ætlum að þjappa okkur saman, horfa fram á veginn og erum staðráðnir í að standa okkur í sumar," sagði Tristan.

Nánar var rætt við Tristan og verður viðtalið í heild birt síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner