Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar framlengir við Al-Gharafa (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katarska stórveldið Al-Gharafa er búið að gera eins árs samning við Aron Einar Gunnarsson sem er 36 ára gamall.

Aron Einar hefur verið á mála hjá Al-Gharafa síðan í september í fyrra og verður núna áfram út næsta keppnistímabil.

Félagið sendir út tilkynninguna skömmu eftir að Aron Einar spilaði allan leikinn í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum katarska bikarsins.

Al-Gharafa er eitt af stærstu félögunum í Katar, þar sem Joselu, Rodrigo Moreno, Sergio Rico og Yacine Brahimi eru meðal leikmanna.


Athugasemdir
banner