Katarska stórveldið Al-Gharafa er búið að gera eins árs samning við Aron Einar Gunnarsson sem er 36 ára gamall.
Aron Einar hefur verið á mála hjá Al-Gharafa síðan í september í fyrra og verður núna áfram út næsta keppnistímabil.
Félagið sendir út tilkynninguna skömmu eftir að Aron Einar spilaði allan leikinn í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum katarska bikarsins.
Al-Gharafa er eitt af stærstu félögunum í Katar, þar sem Joselu, Rodrigo Moreno, Sergio Rico og Yacine Brahimi eru meðal leikmanna.
???? ???????? ????? ?? ????#???_?????? pic.twitter.com/0sSN8o9cXL
— AL GHARAFA SC | ???? ??????? (@ALGHARAFACLUB) May 6, 2025
Athugasemdir