Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 18:17
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Aston Villa lenti tvisvar undir gegn West Brom
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 2 West Brom
0-1 Kamil Grosicki
1-1 Keinan Davis
2-1 Filip Krovinovic
2-2 Jack Grealish

Enska úrvalsdeildin fer af stað 17. júní og eiga lið því aðeins rúma viku eftir af undirbúningi.

Nágrannaliðin Aston Villa og West Bromwich Albion mættust í æfingaleik í dag og úr varð mikil skemmtun.

West Brom er í toppbaráttu Championship deildarinnar á meðan Villa er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni.

Leikið var á Villa Park og náðu gestirnir frá West Bromwich forystunni í tvígang í leiknum en heimamenn náðu að jafna í bæði skiptin.

Jack Grealish átti mjög góðan leik í liði VIlla og gerði seinna jöfnunarmarkið. Miðjumaðurinn John McGinn spilaði í leiknum en hann er búinn að vera frá vegna meiðsla síðan um jólin.
Athugasemdir
banner
banner