Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 06. júní 2020 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk: Fögnum umræðunni - Verður að tala af virðingu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gott að fá þennan leik. Það sást í byrjun að við þurfum að slípa okkur saman. Mér leið betur þegar leið á leikinn, hægt að taka margt gott úr þessum leik en margt sem má bæta, " sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Selfoss, eftir 1-2 sigur á Val í Meistarakeppni KSÍ.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Alfreð Elías, þjálfari Selfoss, talaði um að Selfoss liðið hefði verið eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Er Anna sammála því?

„Já ég er alveg sammála því. Valstelpurnar eru rosalega sterkar fram á við og leikmenn sem geta sparkað löngum boltum. Við áttum erfitt með að lesa hreyfingar þeirra en í seinni hálfleiknum gekk þetta betur."

„Við náðum að tengjast betur í seinni, vorum að misskilja oft hvor aðra, vorum að senda í fætur þegar við vildum fá hann langan [í fyrri hálfleik]. Fórum að þora halda boltanum og þorðum að senda á milli, stigum aðeins framar á völlinn."


Anna Björk er að koma heim eftir nokkur tímabil í atvinnumennsku. Hefur mikið breyst?

„Ég byrja auðvitað á flottum leik, það er komið gervigras í staðinn fyrir gras hérna á Valsvöllinn. Það er gaman að vera komin heim í átökin aftur. Íslenska deildin alltaf að fara fram á við, margir góðir leikmenn. Góðir ungir leikmenn sem ég hef heyrt mikið af en ekki spilað á móti, sá nokkra slíka í dag. Ég held að framtíðin sé björt."

Ummæli um laun Önnu Bjarkar vöktu mikla athygli á dögunum og upp spratt mikil umræða. Hvernig hefur þessi umræða verið frá Önnu séð?

„Mér finnst fyrst flott að það sé komin almennileg umræða um kvennafótboltann. Við [leikmenn] fögnum umræðunni en að sama skapi þarf að vera talað af virðingu. Það verður að virða okkar störf sem íþróttakonur."

„Það er mikið framfaraskref í umfjöllun um kvennaboltann, við fögnum því. Það verður að gera þetta af virðingu og þá eru allir sáttir,"
sagði Anna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner