Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatma Kara er gengin í raðir ÍBV.
Fatma Kara er gengin í raðir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Íris Einarsdóttir.
Margrét Íris Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristjana Sigurz.
Kristjana Sigurz.
Mynd: Raggi Óla
Sandra Mayor.
Sandra Mayor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs.
Ian Jeffs.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Guðný Geirsdóttir var á síðustu leiktíð aðalmarkvörður ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna. Hún lék sinn fyrsta deildarleik með liðinu árið 2016 og sumarið 2018 lék hún tvo leiki.

Auður Scheving er komin á láni frá Val og mun hún berjast við Guðnýju um markvarðarstöðuna. Í dag sýnir Guðný á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Guðný Geirsdóttir

Gælunafn: Nokkrar sem kalla mig stundum Gugga… mér finnst Guðný bara fínt haha

Aldur: Verð 23 ára í des

Hjúskaparstaða: Í sambandi í að verða 4 ár núna

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná sem markmaður fyrst í september 2016 en byrjaði fyrsta leikinn minn í júlí 2018

Uppáhalds drykkur: Finnst alltaf rosa gott að fá mér ískalt vatnsglas en hvað gosið varðar vel ég yfirleitt appelsín eða bara sódavatn

Uppáhalds matsölustaður:Fer alltaf á subway þegar ég fer í bæinn

Hvernig bíl áttu: Mitsubishi Outlander Phev

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Grey’s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég er svokölluð alæta á tónlist en Bó Halldórs og Bubbi eru ofarlega á lista

Fyndnasti Íslendingurinn: Mamma mín, Sigþóra Guðmunds er fáranglega fyndin!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Banana og Lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “haha neinei” við kærastinn að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara ísbíltúr í gærkvöldi

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Mig langar að segja ”aldrei segja aldrei” en það er eitthvað með Vestmannaeyinga og KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Natasha og Sveindís voru báðar virkilega erfiðar viðureignar þegar þær komust á flug

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ian Jeffs fær þennan titil, frábær þjálfari í alla staði og svo er Thorsteinn Magnússon geggjaður markmannsþjálfari, þvílíkur karakter!

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra Mayor fór virkilega í taugarnar á mér! Þekki hana ekkert persónulega en það var eitthvað við hvernig ég mætti henni á vellinum

Sætasti sigurinn: Við unnum Fylki 2-0 í brjáluðu roki hérna heima og tryggðum okkur áfram í pepsí 2020

Mestu vonbrigðin: Ég hef sjaldan verið jafn reið og pirruð eftir leik eins og ég var eftir heimaleikinn við Selfoss

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það væri gaman að sjá einhverja af þessum Eyjastelpum sem eru í liðunum í bænum skila sér heim

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kærustuparið Eyþór Ómars og Clara Sig eru bæði mjög efnileg

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:Skil bara ekki hvernig sumir strákarnir í ÍBV eru einhleypir! Þeir eru allir svo flottir 😉

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margrét Íris Einarsdóttir og Kristjana Sigurz eru fegurðardrottningar Pepsi Max 2020

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Steingrímur Jóh var svakalegur leikmaður ekkert endilega sá besti í fótbolta beint en fáranglega duglegur og vinnusamur. Blessuð sé minning hans.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ég verð að heiðra Margréti Írisi með þessum titli en ef þær væru aðeins ófeimnari þá væru Ragna og Selma stórhættulegar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Klisja kannski, en ég elska eyjuna fögru.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta vítið sem ég varði í eldri flokkum! Valdi rétt horn, varði boltann í stöngina, horfði svo vel á eftir boltanum að þegar hann kastaðist til baka fór hann beint í andlitið á mér og út.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: ég er soldið að vinna með hljóðbækur á kvöldin svo að ég stilli tíma á hvenær sagan hættir að spilast

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með handbolta liðunum okkar í ÍBV annars voða lítið annað

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Eins og er þá er ég í Nike Phantom Vision (held ég)

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danska var aldrei mín sterka hlið sem er áhugavert því ég hef mjög gaman af tungumálum… bara ekki dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Jesús minn ef þið þekkið mig vitið þið að þau eru of mörg og of kjánaleg til þess að nefna svona opinbert

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fatma Kara mætir með rökhugsun og almennan dugnað, Sirrí Sæland mætir með stuðið & tek Margréti Írisi með í þeirri von um að hún sé búin að læra eitthvað af pabba sínum í eldhúsinu!

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef verið með yfir 10 hárliti þar á meðal rautt, blátt og fjólublátt

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Fatma Kara hefur komið skemmtilega á óvart, hún lítur út fyrir að vera mjög alvarleg en í raun er hún algjört yndi og mikill skemmtikraftur innan liðsins

Hverju laugstu síðast: Ég laug því að hafa verið á liðsfundi því ég nennti svo ómögulega heim eftir æfingu, varð því sein í matinn

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Það er ekkert sem við gerum sem ég hugsa “ohh þetta” ekki nema þá bara færa dekkjalaus mörk og svo þessi bébítans hlaupapróf (ss yo-yo og beep)

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Er búin að velta þessu fyrir mér í tæpan sólarhring og ég var að hugsa um að vera með einhvern þekktan aðila. En ég myndi helst vilja hoppa aftur um svona 5-6 ár og segja sjálfri mér að hafa ekki áhyggjur, það yrði allt í góðu með mig bara að anda inn um nefið og út um munninn

Þú getur keypt Guðnýju í Draumaliðsdeild 50 Skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner