Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 17:03
Ívan Guðjón Baldursson
Mínútuþögn fyrir leik Dortmund og Berlin: Leikmenn krupu
Mynd: Getty Images
Stórleikur Borussia Dortmund og Hertha Berlin er farinn af stað í þýska boltanum og er staðan markalaus eftir hálftíma leik.

Fyrir upphafsflautið krupu allir leikmenn liðanna saman á miðju vallarins og héldu þögn í eina mínútu til að styðja við baráttuna gegn kynþáttafordómum. Sú barátta hefur fengið sviðsljósið að undanförnu vegna gríðarlegra mótmæla í Bandaríkjunum eftir morðið á George Floyd.

Fólk hefur farið út að mótmæla víða um heim þrátt fyrir Covid-19 og vilja leikmenn þýska boltans leggja baráttunni lið. Þeir hafa gert það með ýmsum hætti í síðustu leikjum þrátt fyrir að hafa átt í hættu á refsingu.

Þýska knattspyrnusambandið er núna búið að taka ákvörðun um að refsa ekki þeim sýna George Floyd og baráttunni gegn kynþáttafordómum stuðning.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner