Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu sem hafa skorað mikið á heimavelli - Ian Rush í fimmta sæti
Íslandsvinurinn Ian Rush er goðsögn hjá Liverpool.
Íslandsvinurinn Ian Rush er goðsögn hjá Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Goal birti lista yfir tíu leikmenn sem hafa skorað mikið af mörkum fyrir sama félag á sama heimavelli. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á listann.

Lionel Messi er í fyrsta sæti með 369 mörk skoruð fyrir Barcelona á Camp Nou.

Zico er í öðru sæti en hann skoraði 333 mörk fyrir Flamengo á Maracana leikvanginum fræga.

Cristiano Ronaldo er næstur með 244 mörk fyrir Real Madrid á Santiago Bernabeu og kemur Francesco Totti í fjórða sæti, með 193 mörk á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Ian Rush er næstur með 185 mörk á Anfield. Sergio Agüero er í sjöunda sæti með 145 mörk á Etihad, Bobby Charlton skoraði 138 mörk á Old Trafford og Thierry Henry gerði 137 mörk á Highbury.

Leikmenn eins og Pelé, Gerd Müller og Jimmy McGrory eru ekki með á listanum. Þá ber að taka fram að Zico spilaði oft útileiki á Maracana vegna þess að nágrannaliðin voru án heimavallar.

All time top goal scorers at their home ground from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner