Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Ingibjörg og Selma í toppsætunum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn í flottum sigri Rosenborg í toppbaráttu norska boltans.


Rosenborg heimsótti Lilleström og skóp 1-2 sigur þökk sé tvennu frá Synne Hansen í fyrri hálfleik. Rosenborg er áfram í öðru sæti eftir sigurinn en tókst að minnka bilið að toppsætinu.

Vålerenga er með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir óvænt jafntefli við botnlið Avaldsnes, en Rosenborg á leik til góða.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn gegn Avaldsnes en lokatölur urðu 1-1 eftir nokkuð jafna viðureign.

Lillestrom 1 - 2 Rosenborg

Avaldsnes 1 - 1 Valerenga


Athugasemdir
banner
banner
banner