Bandaríski miðjumaðurinn Tyler Adams er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Leeds United áður en hann skrifar undir langtímsamning.
                
                
                                    Leeds seldi Kalvin Phillips til Manchester City á dögunum fyrir 45 milljónir punda en Adams á að koma í hans stað.
Enska félagið hefur náð samkomulagi við Leipzig um að kaupa Adams fyrir 20 milljónir punda og er hann nú staddur í læknisskoðun hjá félaginu.
Adams, sem er 23 ára gamall, hefur spilað 101 leik fyrir Leipzig og skorað 2 mörk.
Leeds er einnig í viðræðum við Feyenoord um kaup á kólumbíska sóknarmanninum Luis Sinisterra en félagið sér hann sem arftaka Raphinha.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                        
        
         
                

