banner
   mið 06. júlí 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta borgar rúmlega 15 milljónir fyrir Ederson (Staðfest)
Ederson fagnar marki ásamt Milan Djuric.
Ederson fagnar marki ásamt Milan Djuric.
Mynd: EPA

Atalanta er búið að festa kaup á brasilíska miðjumanninum Ederson sem gerði magnaða hluti hjá Salernitana á síðustu leiktíð.


Salernitana keypti Ederson frá Corinthians í Brasilíu undir lok janúargluggans fyrir 6,5 milljónir evra og stóð Brassinn sig frábærlega í Serie A.

Hann vakti mikla athygli á sér með stórkostlegum frammistöðum er Salernitana tókst að bjarga sér frá falli á ótrúlegan hátt.

Atalanta borgar 15 milljónir evra fyrir Ederson auk þess að senda miðvörðinn efnilega Matteo Lovato, metinn á 10 milljónir evra, til Salernitana í staðinn. Þá fær Salernitana einnig Caleb Okoli að láni frá Atalanta.

Ederson á 23 ára afmæli á morgun og var meðal annars eftirsóttur af Inter og PSG. Hann er mjög orkumikill miðjumaður sem er bæði góður varnarlega og sóknarlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner