Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Burnley sækir miðjumann frá Belgíu (Staðfest)
Samuel Bastien
Samuel Bastien
Mynd: Burnley
Samuel Bastien er genginn í raðir Burnley frá Standard Liege í Belgíu en hann skrifaði undir þriggja ára samning við enska félagið í gær.

Bastien er 25 ára gamall miðjumaður sem steig sín fyrstu skref fyrir Anderlecht áður en Chievo keypti hann fyrir sex árum.

Hann spilaði með Chievo í Seríu A í tvö tímabil áður en hann snéri aftur til Belgíu og gekk í raðir Standard Liege.

Bastien hefur verið í lykilhlutverki hjá Standard síðustu fjögur ár en heldur nú til Englands og mun spila með Burnley í B-deildinni.

Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hefur misst marga frábæra leikmenn.

Sean Dyche var látinn fara undir lok síðasta tímabil og stýrði Michael Jackson liðinu út tímabilið. Vincent Kompany, fyrrum þjálfari Anderlecht, var síðan ráðinn til næstu fjögurra ára.
Athugasemdir
banner
banner