Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. júlí 2022 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Sterling kynntur hjá Chelsea á næsta sólarhringnum
Raheem Sterling
Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Todd Boehly, eigandi Chelsea, er að ganga frá einum stærstu kaupum sumarsins, en Raheem Sterling er að ganga til liðs við félagið frá Manchester CIty.

Sterling er 27 ára gamall og hefur unnið flest allt sem hægt er að vinna með Man City.

Á sjö árum sínum þar hefur hann spilað 339 leiki og skorað 131 mark en á ár eftir af samningi sínum og hefur verið í leit að fleiri mínútum, eitthvað sem Pep Guardiola, stjóri City, gat ekki lofað honum.

Chelsea hefur verið í viðræðum við Man City síðustu vikur og nú er samkomulag í höfn.

Félagið greiðir 45 milljónir punda fyrir Sterling og gerir hann að launahæsta leikmanni félagsins, en hann þénar nú þegar 300 þúsund pund á viku hjá City.

David Ornstein hjá Athletic segir að Man City sé að undirbúa yfirlýsingu og mun koma þar fram að félagið hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð.

Sterling var efstur á lista Thomas Tuchel, stjóra Chelsea og hefur þýski stjórinn nú fengið sitt í gegn.

Þetta eru fyrstu kaup Chelsea af mörgum í sumar en félagið hefur þegar misst Romelu Lukaku á láni til Inter og þá missti liðið Antonio Rüdiger og Andreas Christensen á frjálsri sölu til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner