Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mið 06. ágúst 2014 21:47
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Ég gerði risa mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var markaleikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik og Keflavík gerðu 4-4 jafntefli í Pepsi-deild karla. Keflvíkingar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum og voru til að mynda 4-2 yfir á 85. mínútu. Blikarnir minnkuðu muninn og jöfnuðu síðan á 96. mínútu leiksins.

Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks var allt annað en sáttur með sína leikmenn í leiknum og hefði viljað gera margar skiptingar á liðinu í hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  4 Keflavík

,,Mér fannst þetta ógeðslega lélegur leikur af okkar hálfu. Ekki eitthvað sem ég vil sjá og ég held að ég hafi gert risa mistök með þessari uppstillingu. Það voru alltof margir sem áttu ekkert skilið að spila þennan leik, eftir á að hyggja," sagði Gummi Ben. sem segist alls ekki líða eins og Breiðablik hafi unnið þennan leik, eftir þessar loka mínútur.

,,Mér líður enganvegin þannig. Vonandi mun þetta stig nýtast okkur samt sem áður. Ég er sáttur með að strákarnir lögðu allt í þetta undir restina og náðu þessu stigi en að fá þessi fjögur mörk á sig á heimavelli, er til skammar."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir