Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. ágúst 2022 15:55
Aksentije Milisic
England: Tottenham skoraði fjögur - Bournemouth vann Villa
Kulusevski var öflugur í dag.
Kulusevski var öflugur í dag.
Mynd: EPA
Schar skoraði geggjað mark.
Schar skoraði geggjað mark.
Mynd: Getty Images
Rodrigo skoraði í sigri hjá Leeds.
Rodrigo skoraði í sigri hjá Leeds.
Mynd: Getty Images

Fjórum leikjum var að ljúka í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en fyrr í dag skildu Fulham og Liverpool jöfn 2-2.


Í London áttust við Southampton og Tottenham. Gestirnir frá Southampton komust óvænt yfir í byrjun leiks þegar James Ward-Prowse skoraði flott mark. Hann klippti þá boltann laglega í netið.

Eftir þetta tók Tottenham öll völd og mörk frá Eric Dier, sjálfsmark frá Salisu og mark frá Svíanum Dejan Kulusevski tryggðu Tottenham öruggan sigur í dag.

Nýliðarnir í Bournemouth komu einhverjum á óvart og unnu Aston Villa með tveimur mörkum gegn engu. Flestir spá Bournemouth falli en liðið byrjar mótið vel. Jefferson Lerma og Kieffer Moore gerðu mörkin fyrir heimamenn.

Þá vann Leeds góðan heimasigur á Wolves þar sem Brendan Aaronson gerði sigurmarkið.

Newcastle byrjar tímabilið vel en liðið vann heimasigur á nýliðunum í Nottingham Forest. Fabian Schar skoraði glæsilegt mark fyrir heimamenn með bylmingsskoti fyrir utan teig. Callum Wilson gulltryggði svo sigurinn.

Bournemouth 2 - 0 Aston Villa
1-0 Jefferson Lerma ('2 )
2-0 Kieffer Moore ('80 )

Leeds 2 - 1 Wolves
0-1 Daniel Podence ('6 )
1-1 Rodrigo Moreno ('24 )
2-1 Brendan Aaronson ('74 )

Newcastle 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Fabian Schar ('58 )
2-0 Callum Wilson ('78 )

Tottenham 4 - 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('12 )
1-1 Ryan Sessegnon ('21 )
2-1 Eric Dier ('31 )
3-1 Mohammed Salisu ('61 , sjálfsmark)
4-1 Dejan Kulusevski ('63 )


Athugasemdir
banner
banner
banner