Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. ágúst 2022 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skondin hornspyrnutaktík hjá Forest - Enginn inn í teig
Mynd: EPA
Nýliðar Nottingham Forest tapaði fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag er Newcastle United tók á móti liðinu á St. James' Park en það var eitt sem vakti sérstaka athygli í leiknum.

Forest var einu marki undir á 72. mínútu er liðið fékk hornspyrnu.

Leikmenn Newastle komu sér í stöður í teignum en þar var enginn leikmaður Forest til að dekka; þeir voru einfaldlega með annað í huga.

Nýliðarnir byrjuðu langt fyrir utan teiginn og tóku svo langt hlaup þegar hornspyrnan var tekin. Þessi aðferð var náttúrlega alveg glórulaus því hún virkaði engan veginn og greip Nick Pope spyrnuna örugglega.

Newcastle bætti síðan við öðru marki nokkrum mínútum síðar og uppskar 2-0 sigur.

Atvikið má sjá í myndbandi hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner