Valur heimsækir KA í Bestu deildinni í kvöld. Byrjunarlið liðanna eru komin í hús.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Valur
Það eru þrjár breytingar á liði heimamanna sem gerði gríðarlega svekkjandi 2-2 jafntefli gegn KR í síðustu umferð.
Jakob Snær Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson og Hans Viktor Guðmundsson koma allir inn í liðið en snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann. Kári Gautason, Harley Willard og Ásgeir Sigurgeirsson fá sér sæti á bekknum.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, stýrir Val í fyrsta sinn í kvöld gegn sínum gömlu félögum. Það eru þrjár breytingar á liðinu sem féll úr leik í Sambandsdeildinni gegn St. Mirren á dögunum. Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Már Sævarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur jafnað sig af meiðslum, koma inn í liðið. Hörður Ingi Gunnarsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Lúkas Logi Heimisson. Hörður Ingi og Lúkas eru á bekknum en Guðmundur Andri ekki í hóp.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson