Athygli vakti að Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis byrjaði á bekknum í 3-0 tapinu gegn Breiðabliki í kvöld. Ragnar Bragi er lykilmaður í Fylkisliðinu og valinn maður leiksins í leiknum á undan.
Ástæðan fyrir því að Ragnar Bragi byrjaði á bekknum var sú að Fylkismenn héldu að hann ætti að vera í leikbanni í kvöld og hann var því ekki hluti af undirbúningi fyrir leikinn.
Ástæðan fyrir því að Ragnar Bragi byrjaði á bekknum var sú að Fylkismenn héldu að hann ætti að vera í leikbanni í kvöld og hann var því ekki hluti af undirbúningi fyrir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Fylkir
Ragnar Bragi hefur safnað fjórum gulum spjöldum, en bannið tekur hinsvegar ekki gildi fyrr en í hádeginu á morgun eftir úrskurð aganefndar fyrr í dag. Hann verður því í banni gegn KA um næstu helgi.
„Við héldum að hann væri að fara í leikbann því hann var kominn með fjögur gul í síðustu umferð. Við héldum að hann væri í banni og vorum búnir að setja leikinn upp þannig að hann væri ekki í liðinu. Við vorum ekki að breyta því," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í kvöld.
Ragnar Bragi kom inn af bekknum á 61. mínútu, í stöðunni 2-0 fyrir Breiðabliki.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir