Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Nelson og Nketiah hetjur Englands
Mynd: Getty Images
Undankeppni EM U21 árs landsliða 2021 er farin af stað og byrjaði stjörnum prýtt landslið Englendinga á góðum sigri gegn sterku liði Tyrkja.

Eddie Nketiah og Reiss Nelson, leikmenn Arsenal, voru hetjur Englendinga í leiknum.

Nketiah, sem leikur fyrir Leeds að láni, skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu. Leikurinn var jafn og náðu Tyrkir að jafna svo staðan var 1-1 í hálfleik.

Mert Muldur, sem var keyptur til Sassuolo í Serie A í sumar, kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Nketiah jafnaði á 74. mínútu. Skömmu síðar skoraði Nelson og innsiglaði 2-3 sigur.

Kosóvó er næsti andstæðingur Englands. Kosóvó er á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Liðin mætast á mánudaginn.

Tyrkland U21 2 - 3 England U21
0-1 Eddie Nketiah ('4)
1-1 D. Sinik ('25)
2-1 Mert Muldur ('51)
2-2 Eddie nketiah ('74)
2-3 Reiss Nelson ('75)

U21 lið Noregs lagði þá Kýpur að velli á meðan Finnland sigraði í Úkraínu og Wales lagði Belgíu. Færeyjar töpuðu í Svartfjallalandi.

Ísland byrjaði á 3-0 sigri gegn Lúxemborg.

Úkraína U21 0 - 2 Finnland U21

Kasakstan U21 0 - 1 Spánn U21

Lettland U21 0 - 1 Pólland U21

Tékkland U21 2 - 0 Litháen U21

Wales U21 1 - 0 Belgía U21

Noregur U21 2 - 1 Kýpur U21

Svartfjallaland U21 3 - 0 Færeyjar U21

Norður-Írland U21 0 - 0 Malta U21

Írland U21 1 - 0 Armenía U21
Athugasemdir
banner
banner
banner