PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Di Maria eins og hver annar stuðningsmaður: Mun fylgja Argentínu á öll stórmót
Mynd: EPA

Angel Di Maria lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Copa America í sumar en þessi 36 ára gamli Argentínumaður lék 145 leiki og skoraði 31 mark fyrir þjóð sína.


Di Maria var heiðraður á leik Argentínu gegn Síle í undankeppni HM 2026 í nótt.

„Nú verð ég eins og hver annar stuðningsmaður, styð liðið áfram. Ég mun fara á öll Copa America og HM. Við munum svo sannarlega halda áfram svona því þetta lið er með mikil kjark," sagði Di Maria.

Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins hafði líka nokkur orð að segja við Di Maria.

„Ég vona að þú njótir kvöldsins með fjölskyldu og kunningjum. Það er búið að segja allt sem þarf að segja. Við deildum svo miklu saman og hverjum datt í hug að þetta myndi enda svona? Við munum sakna þín mikið, sjáumst síðar," sagði Messi.


Athugasemdir
banner
banner
banner