Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   sun 06. október 2024 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Daði Berg skoraði jöfnunarmark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. tók á móti Stjörnunni í gríðarlega mikilvægum slag fyrir bæði lið, þar sem Víkingur er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á meðan Stjarnan keppist um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Stjarnan tók forystuna í tvígang en tvisvar tókst Víkingum að jafna svo lokatölurnar urðu 2-2. Seinna jöfnunarmark Víkinga var nokkuð skrautlegt og var upprunalega skráð á Óskar Örn Hauksson, en eftir nánari athugun kemur í ljós að Daði Berg Jónsson á í raun markið, sem fór í netið á 96. mínútu.

Óskar Örn átti upphaflega skotið að marki, en boltinn fór af einum varnarmanni Stjörnunnar og skaust þaðan í öxlina á Daða Berg og svo í netið.

Heppilegt jöfnunarmark fyrir Daða Berg og Víkinga í heild, þar sem þeir halda toppsæti deildarinnar á markatölu þegar tvær umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner