Víkingur R. tók á móti Stjörnunni í gríðarlega mikilvægum slag fyrir bæði lið, þar sem Víkingur er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn á meðan Stjarnan keppist um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Stjarnan tók forystuna í tvígang en tvisvar tókst Víkingum að jafna svo lokatölurnar urðu 2-2. Seinna jöfnunarmark Víkinga var nokkuð skrautlegt og var upprunalega skráð á Óskar Örn Hauksson, en eftir nánari athugun kemur í ljós að Daði Berg Jónsson á í raun markið, sem fór í netið á 96. mínútu.
Óskar Örn átti upphaflega skotið að marki, en boltinn fór af einum varnarmanni Stjörnunnar og skaust þaðan í öxlina á Daða Berg og svo í netið.
Heppilegt jöfnunarmark fyrir Daða Berg og Víkinga í heild, þar sem þeir halda toppsæti deildarinnar á markatölu þegar tvær umferðir eru eftir.
Eða ekki fékk svar, Daði Berg skoraði þetta mark. #fotboltinet @vikingurfc https://t.co/8WC5Bhpq2H pic.twitter.com/d2mIbkf5mL
— Stuðningsmaður_1 (@LoveForbesta) October 6, 2024
Athugasemdir