Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. nóvember 2019 12:56
Magnús Már Einarsson
Óli Jó að taka við Stjörnunni með Rúnari
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, verður síðar í dag kynntur sem þjálfari Stjörnunnar þar sem hann mun starfa við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Stjarnan hefur boðað til fréttamannafundar í Tryggingamiðstöðinni klukkan 15:00 í dag þar sem þetta verður tilkynnt.

Rúnar Páll er að hefja sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en aðstoðarþjálfararnir frá síðasta tímabili, Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson, verða ekki áfram í þjálfarateyminu.

Ólafur hætti störfum hjá Val í haust eftir fimm ár á Hlíðarenda þar sem hann varð tvívegis bikarmeistari og tvívegis Íslandmeistari.

Hinn 62 ára gamli Ólafur ætlaði að taka sér frí frá þjálfun en hann mun nú starfa ásamt Rúnari Páli í Garðabæ næsta sumar.

Rúnar Páll var í löngu og áhugaverðu viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.
Rúnar Páll á leið inn í sjöunda tímabilið sem aðalþjálfari Stjörnunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner