Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 06. desember 2018 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Guendouzi ætti að klippa af sér hárið eins og Fellaini
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, vill helst að Matteo Guendouzi fari í klippingu fyrir leikinn gegn Huddersfield Town um helgina.

Franski miðjumaðurinn er með afar fallegt hár og fer mikið fyrir því en hann lenti þó í vandræðum með það gegn Manchester United í gær.

Marouane Fellaini, sem hefur oft verið þekktur fyrir afrógreiðslu sína, klippti af sér hárið á dögunum og virtist eitthvað sakna þess að vera hárprúður en hann reif í hárið á Guendouzi í leiknum.

Emery vill að Emery klippi af sér hárið svo hann lendi ekki í frekari vandræðum.

„Ég held að það besta í stöðunni fyrir Guendouzi er að hann klippi af sér hárið fyrir næsta leik og þá er vandamálið úr sögunni. Svona svipað og Fellaini gerði," sagði Emery.

„Ég hef ekki sagt þetta við hann samt því ég virði leikmennina, hárið og hárlitinn þeirra," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner