Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. desember 2021 11:11
Elvar Geir Magnússon
Rangnick útskýrði 4-2-2-2 leikkerfið sem Man Utd spilaði
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Uppáhalds leikkerfi Ralf Rangnick, stjóra Manchester United, flokkast undir 4-2-2-2 og hann notaðist við það kerfi í sínum fyrsta leik við stjórnvölinn í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace í gær.

United beitti mun meiri pressu en liðið er vant í fyrri hálfleiknum en pressan datt svo niður í seinni hálfleik. Rangnick ræddi um þetta 4-2-2-2 kerfi í viðtali eftir leik.

„Í mínum huga var þetta spurning um hvernig við myndum beita pressunni, hvernig við myndum vera með stjórnina. Svo ég ákvað að spila 4-2-2-2 með Cristiano Ronaldo frammi með Marcus Rashford. Á sama tíma með Jadon Sancho og Bruno Fernandes í 'tíustöðunum' tveimur," segir Rangnick.

„Við vorum með nægt pláss með Bruno og Jadon í 'tíustöðunum' til að bakverðirnir færu fram og gætu fengið boltann á vængnum. Bruno og Sancho léku nánast eins og þeir voru vængbakverðir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Alex Telles og Diogo Dalot gerðu virkilega vel sóknarlega og því spilaði í 4-2-2-2. Ég er stuðningsmaður þess að allir leikmenn spili í sinni bestu stöðu."

Hér að neðan má sjá umræðu úr Vellinum á Síminn Sport þar sem farið var yfir fyrsta leik United undir Rangnick.


Athugasemdir
banner
banner
banner