Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. desember 2022 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd á ekki möguleika í Bellingham - Þrjú félög leiða kapphlaupið
Powerade
Jude Bellingham í sundlaug á æfingasvæði enska landsliðsins í Katar.
Jude Bellingham í sundlaug á æfingasvæði enska landsliðsins í Katar.
Mynd: Getty Images
Denzel Dumfries.
Denzel Dumfries.
Mynd: Getty Images
Antonee Robinson.
Antonee Robinson.
Mynd: EPA
Bellingham, Dumfries, Sommer, Oblak, Luizao, Smalling og Azpilicueta eru meðal manna sem koma við sögu í slúðurpakkanum í bæði Powerade.

Manchester United er dottið út úr baráttunni um enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund. United á ekki möguleika á að fá ungstirnið en Manchester City, Liverpool og Real Madrid eru líklegust. (Sky Sports Germany)

Real Madrid mun ekki borga meira en 125 milljónir evra (108 milljónir punda) til að reyna að fá Bellingham frá Dortmund. (Defensa Central)

Inter þætti erfitt að hafna 43 milljóna punda tilboði með möguleika á 8,6 milljónum punda að auki fyrir hollenska varnarmanninn Denzel Dumfries (26). Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United. (Calciomercato)

Manchester United hefur opnað á viðræður um að reyna að fá svissneska markvörðinn Yann Sommer (33) frá Borussia Mönchengladbach. Samningur hans rennur út í sumar. (Bild)

Slóvenski landsliðsmarkvörðurinn Jan Oblak (29) hjá Atletico Madrid er efstur á blaði hjá Manchester United sem ætlar að fá inn nýjan markvörð. (Fichajes)

West Ham mun fá inn brasilíska miðvörðinn Luizao (20) sem mun gera þriggja og hálfs árs samning. Hann rennur út á samningi hjá Sao Paulo í lok janúar. (90 Min)

Spænski varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta (33) segist hafa ákveðið að vera áfram hjá Chelsea frekar en að fara til Barcelona eftir að nýir eigendur félagsins 'sýndu að þeir vildu' halda honum. (90 Min)

Real Madrid hefur áhuga á Azpilicueta og gæti jafnvel gert Chelsea tilboð í hann í janúarglugganum. (Fichajes)

Inter vill fá enska miðvörðinn Chris Smalling (33) frá Roma en samningur hans rennur út næsta sumar. (Gazzetta dello Sport)

Newcastle United skoðar það að gera tilboð í Antonee Robinson (25), bakvörð Fulham, sem lék vel með Bandaríkjunum á HM. (TeamTalk)

Enskum landsliðsmönnum hefur verið ráðlagt að endurskoða öryggisráðstafanir eftir að brotist var inn á heimili Raheem Sterling. (Times)

Leeds United hefur enn ekki rætt við spænska framherjann Rodrigo (31) um nýjan samning. 18 mánuðir eru eftir af núgildandi samningi hans. (Leeds)

Napoli er meðal félaga sem hafa áhuga á miðjumanninum Franck Kessie (25). Fílabeinsstrendingurinn vill helst vera áfram hjá Barcelona. (Relevo)

Vincent Kompany, stjóri Burnley, er meðal nafna á blaði belgíska fótboltasambandsins sem leitar að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Roberto Martínez lét af störfum. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner