Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. desember 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tomiyasu í sárum og vonast eftir hvíld - „Þarf tíma til að gleyma"
Svekktur með niðurstöðuna
Svekktur með niðurstöðuna
Mynd: Getty Images
Takehiro Tomiyasu, leikmaður Arsenal og japanska landsliðsins, var allt annað en sáttur við eigin frammistöðu þegar Japan féll úr leik í 16-liða úrslitum HM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu í gær.

Tomiyasu byrjaði þar sinn fyrsta leik, kom inn í liðið fyrir Ko Itakura sem tók út leikbann. Tomiyasu spilaði allar 120 mínúturnar.

„Þetta var ekki nóg, við áttum ekki skilið að vinna. Við vorum svo nálægt því að ná markmiði okkar. Þeir voru betri en við. Ég get ekki verið stoltur, ég er ekki ánægður með það sem gerðist. Þetta er fótbolti og við verðum að vera miklu, miklu betri."

„Ég veit ekki hvenær ég sný til baka. Vonandi get ég fengið smá hvíld. Ég þarf tíma til að gleyma fótbolta. Ég þarf smá tíma,"
sagði Tomiyasu eftir leikinn í gær og notaði orðið „hörmung" um eigin frammistöðu í leiknum.

Næsti leikur Arsenal í ensku deildinni er á öðrum degi jóla og er óvíst hvort Tomiyasu verði með í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner