Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Breiðholtsliðin mætast í minningarleiknum á morgun
Lengjudeildin
Úr leik Leiknis og ÍR í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Úr leik Leiknis og ÍR í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á morgun laugardag, 7. desember, verður hinn árlegi Hlynsleikur milli Breiðholtsliðanna ÍR og Leiknis. Leikurinn er til minningar um ÍR-inginn Hlyn Þór Sigurðsson og hefst 11:00.

Hlynur Þór var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði fótbolta hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboðastörfum innan félagsins.

Það hefur verið árleg hefð um þetta leyti að liðin mætist í þessum minningarleik. Bæði lið leika í Lengjudeildinni.

„Við þökkum stuðninginn og hvetjum fólk á að kíkja í Mjóddina og sjá Breiðholtsliðin etja kappi!" segir í auglýsingu ÍR-inga.

Einnig minnum við á minningarsjóð Hlyns sem Aðalheiður og Siggi, foreldrar Hlyns, hafa nýtt til góðra verka hjá báðum félögum.

Tekið er við frjálsum framlögum í sjóðinn:
kt: 411209-0160
rn: 115-05-60550
Athugasemdir
banner
banner